Mjög metnaðarfullt verkefni
Lagt var af stað með það að leiðarljósi að verkefnið yrði svo vandað að ferðamenn kæmu sérstaklega til þess að skoða það. Til að svo mætti verða voru Árni Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður og Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín sem eru meðal fremstu sérfræðinga landsins í hönnun og smíði safna fengnir til liðs við verkefnið sem byggt yrði á sögum Þorvaldar.
Uppbygging húsnæðisins hófst strax og samhliða var unnið við hönnun sýningarinnar. Fjármögnun gekk vel allt fram að hruni bankanna en með elju og útsjónarsemi tókst að opna fyrsta hluta Skrímslasetursins í lok júní 2009, um mánuði síðar en áætlað var í upphafi.