Skrímslasögur
Fjöldi skrímsla hefur sést við Íslandsstrendur í gegn um aldirnar og síðustu tvöhundruð ár hafa þau verið algengust í kring um Vestfirði. Þess vegna lá það beinast við að setja upp Skrímslasetur á Bíldudal.
Fjögur höfuðskrímsli eru þekktust og hafa þau öll sést í Arnarfirði. Þetta eru Fjörulalli, Faxi, Skeljaskrímsli og Hafmaður.